Breytingar á ríkisstjórninni í dag?

Þingflokksfundur vinstri grænna hófst klukkan níu og þingflokkur Samfylkingarinnar fundar klukkan tíu. Ræða á breytingar á ríkisstjórninni.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra ræddi langt fram á kvöld í gær við þingmenn Samfylkingarinnar og ráðherra.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hætta utanflokksráherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir. Líklegt þykir að Ögmundur Jónasson verði dómsmálaráðherra fyrir hönd vinstri grænna og hugsanlega verður Oddný Harðardóttir viðskiptaráðherra fyrir Samfylkinguna.

Morgunblaðið segir í dag að Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, og Kristján Möller, samgönguráðherra, fari úr stjórninni. Ögmundur Jónasson verði innanríkisráðherra, það er dómsmála-, mannréttinda og samgönguráðherra, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, það er félagsmála og heilbrigðisráðherra, og Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra.

Rætt var við Álfheiði Ingadóttur í Morgunútvarpi Rásar tvö. Hún sagði að ekki væri búið að ákveða hverjir hættu og hverjir kæmu í staðinn. Formenn flokkanna ættu eftir að koma með sínar tillögur.

Ólíklegt þykir að fækkað verði í ríkisstjórninni núna. Þó er vilji fyrir því að sameina tvö ráðuneyti  (ruv.is)

Fréttir af breytingum á ríkisstjórninni eru svolítið misvísandi en væntanlega skýrast málin í dag.Ég tel,að það sé til bóta að fá Ögmund Jónasson inn í ríkisstjórnina á ný.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband