Alger viðsnúningur í íslensku efnahagslífi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa tekist að snúa íslensku efnahagslífi við því algjör viðsnúningur hafi orðið. Störfum sé hætt að fækka, stýrivextir hafi lækkað úr 18 í 7 prósent, verðbólga hafi lækkað úr 18 í 4 prósent og gengið hafi ekki verið styrkara í tvö ár. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi fyrir stundu þar sem hann flutti þinginu skýrslu um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera aðgerðarleysisstefnu, eitt sjónarspil. Innan stjórnarinnar sé hver höndin upp á móti annarri og allt snúist um völdin. Hann segir getuleysi ríkisstjórnarinnar algert og henni hafi tekist með klúðri að fæla frá erlenda fjárfesta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir nýja ríkisstjórn setta saman í óðagoti og Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar segir tilganginn eingöngu vera að halda friðinn á stjórnarheimilinu.(ruv.is)

Það er rétt,að- mikill árangur hefur náðst í efnahagsmálum enda þótt atvinnuleysi sé enn alltof mikið og margt sé enn  óleyst.

 

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband