Fimmtudagur, 2. september 2010
Skattbyrði minnkaði hjá fólki með tekjur undir 6 millj. á ári
Skattbyrðin hjá fólki með tekjur undir 6 milljónir í árstekjur eða minna var lægri við álagningu fyrir árið 2009 en hún var fyrir árið 2008, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Steingrímur sagði að þetta þýddi að ríkisstjórninni hefði tekist áætlunarverk sitt með skattkerfisbreytingum. Að hlífa hinum launalægri.
Steingrímur sagði að efnahagslífið stefndi í rétta átt. Landsframleiðsla stefni í að dragast mun minna saman en spár gerðu ráð fyrir. Vextir haf lækkað umtalsvert og verðbólga sömuleiðis. Hann benti á að kaupmáttur væri farinn að hækka á nýjan leik. Mest hjá lægst launaða fólkinu.
Steingrímur tók þó undir með forsætisráðherra að auðvitað væri erfiður vetur í nánd. Hér þyrfti að fara í gegn með einhver erfiðustu fjárlög nokkru sinni. En það er óendanlega mikið í húfi að okkur takist það og þá er það versta afstaðið," sagði Steingrímur. (visir.is)
Það er gott að heyra að skattbyrðin minnkaði hjá launalægra fólki.Það var ætlun ríkisstjórnarinnar og það ætlunarverk herfur tekist.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.