Ekkert miðar í Icesave viðræðum

Lítið sem ekkert virðist hafa þokast í samkomulagsátt á fundi samninganefnda um Icesave deiluna sem lauk í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist efast um tilgang þess að halda áfram viðræðum.

Íslenska samninganefndin kom heim seint í gærkvöldi, eftir tveggja daga fund með fulltrúum breskra og hollenskra yfirvalda um Icesave deiluna. Í stuttri fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins kemur fram að fundirnir hafi verið gagnlegir, en ekkert hafi verið afráðið um frekari fundi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að afrakstur þessarar lotu hafi verið rýr, og það benti til þess að lítið hafi þokast í átt að samkomulagi. Hann segist efast um gagnsemi þess að halda viðræðunum áfram.  Líkur séu á því að nú stefni málið í formlegan farveg og endi fyrir dómstólum, sem þurfi ekki að vera slæmt, að áliti Bjarna. Partur af þeirri málsmeðferð fer í gegnum ESA, sem er eftirlitsstofnun EFTA. Sú stofnun sendi íslenskum stjórnvöldum bréf fyrr á þessu ári, þar sem það álit kom fram að íslenska ríkið bæri ábyrgð á Icesave innistæðum landsbankans. Stjórnvöld hér undirbúa nú svar við þessu áliti, og það svar verður sent innan nokkurra daga.

 

(ruv.is)

Ekki líst mér á að leggja málið fyrir dómstóla.Ég tel,aö við gætum allt eins tapað málinu.En auk þess yrði dómstólaleiðin mjög tafsöm.Við þurfum að leysa þetta mál sem fyrst.Það stendur uppbyggingu landsins fyrir þrifum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband