Sunnudagur, 5. september 2010
Kjör eldri borgara mikið betri á hinum Norðurlöndunum en hér
Kjör aldraðra eru mikið betri á hinum Norðurlöndunum en hér á Íslandi.Ég hefi áður skrifað um það,að miklar skerðingar tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði tíðkast ekki á hinum Norðurlöndunum.En auk þess er lífeyrir aldraðra mikið hærri í hinum norrænu löndunum en hér.Í Danmörku hafa einhleypir ellilífeyrisþegar 225 þús. ísl. kr. á mánuði í lífeyri fyrir skatt en hér er upphæðin 180 þús. fyrir skatt. Sá er þó munurinn,að hér eru það aðeins rúmlega 400 einhleypir ellilífeyrisþegar sem hafa 180 þús. kr. á mánuði fyrir skatt,þ.e. fulla lágmarksframfærslutryggingu þar eð enginn sem hefur greiðslur úr lífeyrissjóði fær þessa upphæð hér. Upphæðin lækkar strax,ef um greiðslur úr lífeyrissjóði er að ræða.En í Danmörku halda ellilífeyrisþegar fullum grunnlífeyri og viðbótarlífeyri þó þeir fái greiðslur úr lífeyrissjóði.Einhleypur llilífeyrisþegi í Danmörku má meira að segja hafa 6,7 millj. kr. í atvinnutekjur á ári ( 558 þús. á mán.) án þess að lífeyrir hans frá almannatryggingum sé skertur. Þetta þýðir að fjöldi ellilífeyrisþega í Danmörku fær hámarkslífeyri,225 þús. á mánuði en ekki lítill hópur eins og hér. Alls fá 70 % eldri borgara í Danmörku fullan og óskertan lífeyri. Í Svíþjóð er hlutfallið 100 %. Hér er það innan við 2%!
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.