Sunnudagur, 5. september 2010
Hverju þarf að breyta í nýrri stjórnarskrá?
Sigurður Líndal fyrrverandi lagaprófessor sagði í útvarpsviðtali fyrir skömmu,að það væri ekki mikill krafa hjá almenningi að breyta stjórnarskránni. Ekki væri nein hreyfing fyrir ákveðinni breytingu. Þetta er rétt.Einn og einn fræðimaður eða stjórnmálamaður hefur sett fram hugmynd eins og þá að kjósa ætti forsætisráðherra beinni kosningu og einn og einn hefur viljað afnema forsetaembættið og láta t.d. forseta alþingis taka við hlutverki forseta en þessar hugmyndir hafa ekki fengið neinn byr.Búsáhaldabyltingin gagnrýndi stjórnvöld,stjórnskipan og stofnanir ríkisins en það var engin skýr krafa þar um hvað ætti að koma í staðinn. Almenningur hefur engar skýrar óskir þar um.Ef til vill koma þær fram á þjóðfundi og á stjórnlagaþingi.
En það er sjálfsagt mikið til í því sem Sigurður Líndal sagði. Hann sagði,að það væri margt gott í stjórnarskránni en það vantaði að fara eftir því. T.d. er talað um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds en það er ekki farið eftir því.Nú telja menn réttilega að setja þurfi í stjórnarskrá að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar.Það er nú í lögum,að þjóðin eigi fiskinn í sjónum.Hann sé sameign þjóðarinnar. En ekki hefur það dugað. Úttgerðarmenn hafa samt farið með' kvótana eins og þeir ættu þá.Og ekkert hefur verið gert í því. Mundi það breytast, ef þetta sama ákvæði væri í stjórnarskrá. Ef til vill en ef til vill ekki. Íslendingar bera litla virðingu fyrir lögum og rétti. Það er þess vegna fyrst og fremst hugarfarið sem þarf að breytast.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.