Icesave stendur í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér

Erlend fjárfesting bíður á meðan Icesave-deilan er óleyst, en íslenska samninganefndin undir forystu Lee Buchheits hefur lokið störfum í bili og er hann á leið heim til Bandaríkjanna.  

Engir frekari samningafundir hafa verið ákveðir með Bretum og Hollendingum í Icesave-deilunni, en íslenska samninganefndin undir forystu bandaríska lögmannsins Lee Buchheits fundaði í Hollandi með þjóðunum bæði á fimmtudag og föstudag án nokkurrar niðurstöðu. Buchheit, sem er lögmaður og sérfræðingur í samningum og málefnum skuldsettra þjóðríkja og hefur m.a verið gistiprófessor við Duke-háskóla, er á leið heim til Bandaríkjanna þar sem hann býr og starfar.

Ljóst er að ekki er lengur samstaða meðal stjórnar og stjórnarandstöðu um störf samninganefndarinnar því Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur opinberlega gagnrýnt samningaferlið á þessu stigi málsins, en hann studdi nefndina áður.

Geturðu útskýrt fyrir okkur þann fasa sem málið fer í eftir að við sendum þetta svar til ESA, það eru nokkrir dagar í það að við sendum ESA svar eins. Hvað gerist eftir það? „Þá væntanlega tekur ESA við því svari og metur framhaldið og þá er allt eins líklegt að málið sé komið í hinn formlega feril hjá eftirlitsstofnuninni, en hún gaf það skýrt til kynna að ef lausn fyndist á deilunni myndi hún endurskoða það gaf til kynna að málið yrði látið niður falla en út í þetta ætla ég ekki að fara á þessu stigi málsins," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

En ef við svörum þessu af fullri hörku og segjum að við berum ekki ábyrgð á þessu. Fer þá málið ekki fyrir EFTA-dómstólinn sem tekur sex mánuði til að dæma um lagaskylduna? „Það er talsverður ferill áður en að því kemur. Þ.e.a.s ESA myndi bregðast við okkar svari, senda rökstutt álit eftir tvo mánuði, við fáum aftur tíma til að bregðast við því. Ef við erum ósammála niðurstöðunni og andmælum henni enn að þeim tíma loknum þá tekur ESA ákvörðun um það hvort málið er sent til dómstólsins eða ekki."

Ertu ekki orðinn þreyttur á þessu máli? „Jú, ég get viðurkennt það. Þetta er búið að vera langt og erfitt stríð og það þarf að finnast lausn á þessu. Menn mega ekki horfa framhjá því. Það er ekki eins og menn vilji standa í stríðinu stríðsins vegna," segir Steingrímur. Hann segir að málið hafi þvælst fyrir og verið veggur gagnvart því að íslensk fyrirtæki komist á erlenda fjármálamarkaði.

Í þessu samhengi má rifja upp að Fjárfestingarbanki Evrópu neitaði Orkuveitu Reykjavíkur um framkvæmdalán fyrr í sumar á þeirri forsendu að málið væri óleyst.(visir.is)
Svo virðist sem hlé verði nú  á viðræðum. En þessi deila er farin að valda okkur verulegum vandræðum og ljóst,að við værum mikið betur sett,ef forsetinn hefði ekki synjað um staðfestingu á lögum um samkomulag sem hafði verið samþykkt.
Björgvin Guðmundsson


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband