Sunnudagur, 5. september 2010
300 milljarðar í reiðufé í þrotabúi Landsbankans
Sex mánaða yfirlit skilanefndar Landsbankans sem kynnt var kröfuhöfum nýlega sýnir að nokkur árangur hefur náðst í endurheimtum á eigum bankans - ekki síst hvað varðar reiðufé sem er að mestu endurgreiðslur á útlánum. Í lok júnímánaðar átti þrotabúið 268 og hálfan milljarð króna í reiðufé. Sá sjóður hafði þá stækkað um rúma fimmtíu milljarða á þremur mánuðum, sem er mun meira en búist var við. Samkvæmt upplýsingum frá skilanefndinni má búast við að yfir 300 milljarðar verði komnir í sjóði bankans um næstu áramót. Er þá gert ráð fyrir að verðmæti allra eigna bankans fari langt með að greiða allar forgangskröfur, sem eru 1161 milljarður vegna Icesave, og 158 milljarðar vegna annarra innlána samtaka og fyrirtækja í Bretlandi og Hollandi. Þrotabúið var í upphafi skyldað til að geyma reiðuféð í Englandsbanka á lágum vöxtum en í sumar fékkst hins vegar leyfi hjá breskum yfirvöldum til að flytja það í aðra banka og fá betri ávöxtun. Slitastjórn Landsbankans hefur hins vegar þurft að velja banka af kostgæfni - sumir þeirra eiga nefnilega kröfur á þrotabúið og gætu mögulega fryst innistæðurnar.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Reiðufé" á þessum árstíma á Jökuldalnum - er rollur sem gefast upp í gögnunum og þarf að taka með á hestbak.
Kristinn Pétursson, 6.9.2010 kl. 03:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.