Mánudagur, 6. september 2010
Svíkur ríkisstjórnin fyrningarleiðina?
Óvíst er hvort nefndin,sem fjallaði um kvótakerfið hefur lokið störfum eða ekki.Síðasti fundur nefndarinnar átti að vera daginn,sem ráðherrabreytingar urðu.En fundi nefndarinnar var frestað.Af því,sem kom fram um helgina,virðist eftirfarandi ljóst:Meirihluti nefndarinnar vill fara svofellda samningaleið varðandi kvótakerfið,Það þýðir að afhenda á útgerðinni kvótana til langs tíma samkvæmt samningi,til 15-20 ára.Og endurskoða á samninga á miðju tímabilinu.Innkalla á kvótana.
Að mínu mati getur ríkisstjórnin ekki framkvæmt þessar tillögur,þar eð ef hún gerir það svíkur hún fyrningarleiðina,stærsta kosningamál ríkisstjórnarflokkanna.Ef ríkisstjórnin svíkur fyrningarleiðina hrynur fylgið af henni og hún mun hrökklast frá völdum.Endurúthlutun aflaheimilda til langs tíma er verri kostur en sá,sem við búum við í dag.Í dag er úthlutað til eins árs í senn. Það breytir engu í þessu sambandi þó það verði setti í stjórnarskrá,að aflaheimildir séu sameign þjóðarinnar. Það er í lögum í dag.Þjóðin á nú þegar sjávarauðlindina lögum samkvæmt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.