Mánudagur, 6. september 2010
Neytendur njóta ekki styrkingar krónunnar
Verðið hækkaði jafnt og þétt fram í janúar og var þá ríflega 70% hærra en tveimur árum áður. Verð á innfluttum mat og drykk lækkaði lítillega eftir það en tók svo að hækka á ný síðsumars. Gengisvísitala krónunnar hefur hækkað mjög á síðustu tveimur og hálfu ári og náði hámarki í nóvember í fyrra en þá hafði vísitalan hækkað um 90%. Síðan þá hefur vísitalan lækkað.
Verðhækkun á innfluttum mat og drykk er jafnmikil og á krónunni á síðustu tveimur og hálfu ári. Henný Hinz, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að þetta veki spurningar þar sem verð á innfluttri matvöru ráðist ekki eingöngu af gengi krónunnar, heldur einnig af launum sem ekki hafi hækkað jafnmikið og krónan. Henný bendir á að kaupmenn hafi áður svarað gagnrýni um þetta með því að styrkingin myndi á endanum skila sér í verðlækkun. Nú verði að bíða og sjá hvort staðið verði við þau orð.(ruv.is)
Hér er verið að svíkja neytendur um verðlækkun,sem þeir eiga rétt á. Ef verð innfluttra vara lækkar vegna styrkingar krónunnar eiga neytendur að njóta þess. Ef verslanir ekki lækka verðið getur Samkeppniseftirlitið tekið í taumana.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.