Útgjöld til menntamála mest á Íslandi innan OECD

Útgjöld Íslendinga til menntastofnana námu tæpum 8% af vergri landsframleiðslu árið 2007, sem er það mesta í OECD-löndunum. Þetta hlutfall lækkaði þó lítillega frá árinu 2006. Þetta kemur fram í skýrslunni Education at a glance, sem OECD gefur út árlega.

Tæplega 17,5% útgjalda hins opinbera var varið til menntamála hér á landi árið 2007 en að meðaltal OECD-ríkjanna er rúm 13%. Þegar útgjöld á nemanda frá grunnskóla til háskóla eru skoðuð er Ísland í ellefta sæti, með rúmlega 9000 dollara, sem er vel yfir meðaltali.

Ísland er talsvert yfir meðaltali OECD ríkja til menntunar á leikskólastigi og grunnskólastigi en er þó undir meðaltali hvað varðar útgjöld á nemanda á framhaldsskólastigi og á háskólastigi.(ruv.is)

Það er ánægjulegt,að Ísland skuli vera í fararbroddi í þessu efni.Framlög til menntamála skipta gífurlega miklu máli í uppbyggingu Íslands til framtíðar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband