Miðvikudagur, 8. september 2010
Hagstofan:Laun hafa hækkað
Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 1,2% hærri á öðrum ársfjórðungi 2010 en í ársfjórðungnum á undan.
Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 1,5% en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 0,4% að meðaltali. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 4,6%, þar af 5,7% á almennum vinnumarkaði og um 1,9% hjá opinberum starfsmönnum.
Frá fyrri ársfjórðungi hækkuðu laun tækna og sérmenntaðs starfsfólks mest eða um 1,9% en laun iðnaðarmanna og verkafólks minnst eða um 1,2%. Frá fyrra ári hækkuðu laun á bilinu 4,5% til 7,4%, mest hækkuðu laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks en stjórnenda minnst.
Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun launa í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum 1,9% en laun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 1,0%. Frá fyrra ári hækkuðu regluleg laun mest í samgöngum og flutningum 7,8 % en minnst í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð um 3,6%.(visir.is)
Hér er átt við öll laun,eða meðaltalshækkun launa á almennum markaði og hjá hinu opinbera. En laun þeirra lægst launuðu hafa hækkað mikið meira en laun almennt.Laun þeirra,sem hafa laun undir 220 þús. á mánuði hafa hækkað um 16% á rúmu ári.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.