Misskilningur um kjör og aðstöðu aldraðra á Íslandi

Góður kunningi minn,Þórir S.Gröndal,sem búið hefur nær alla sína ævi í Bandaríkjunum ritar grein í Mbl. í dag undir fyrirsögninni: Gott að verða gamall. Þar segir hann m.a.:Hvergi betra að eldast,veikjast og deyja en á Íslandi.  Þetta er ekki rétt.Kjör aldraðra eru mikið betri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi og fulltrúar samtaka aldraðra,sem heimsótt hafa hin Norðurlöndin segja,að Ísland sé mörgum áratugum á eftir hinum norrænu löndunum varðandi hjúkrun og vistun aldraðra á  dvalarheimilum og sjúkrastofnunum. Þórir er sjálfsagt fyrst og fremst að bera saman ástand og aðbúnað aldraðra í Bandaríkjunum og á Íslandi  og víst er ástandið mikið betra hér en vestra. En ástand þessara mála hefur einnig verið með því versta í Bandaríkjunum.

Íslendingar,sem búið hafa lengi í Bandaríkjunum hafa alltaf dáðst að heilbrigðiskerfinu á Íslandi í samanburði við það bandaríska.Og heilbrigðiskerfið hér á Íslandi er gott en kjör aldraðra og aðstaða er hvergi nærri nógu góð hér.Samtök aldraðra á Íslandi eru að berjast fyrir bættum kjörum þeirra,sem búa við bág kjör, með 100-150 þús. kr. á mánuði í lífeyri eftir skatt.Ef húsaleigan er 100 þús.  á mánuði er lítið eftir í fæði og klæði. Við erum ekki að berjast fyrir bættum kjörum þeirra,sem hafa það gott á efri árum.Þeir sjá um sig sjálfir.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband