Fimmtudagur, 9. september 2010
Skuldatryggingarálagið hefur lækkað hér á árinu
Skuldatryggingarálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur verið nokkuð stöðugt upp á síðkastið. Íslandsbnaki bendir á það í Morgunkorni sínu að við lok dags í gær hafi álagið staðið í 315 punktum (3,15%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni.
Það er á svipuðu róli og álagið hefur verið síðasta mánuðinn. Í morgunkorninu er bent á að ef litið er á þróun ársins komi í ljós að álagið á ríkissjóð hefur lækkað talsvert, en að það sama megi ekki segja um meðaltal ríkja í V- Evrópu.
Í raun hefur hið gagnstæða verið að gerast á markaði með skuldatryggingar á evrópsk ríki og hefur meðaláhættuálag á ríki í Vestur Evrópu verið að mjakast upp á við," segir einnig og sérstaklega bent á að álagið á írska ríkið hafi hækkað verulega.(visir.is)
Það er jákvætt,að skuldatryggingarálagið skuli hafa lækkað hér.Það kemur til af því að erlendir aðilar hafa aukna trú á því að íslenska efnahagskerfið sé að rétta sig af og Ísland að laga ríkisfjármálin.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.