Fimmtudagur, 9. september 2010
Viðskiptaráðherra: Bankar mega ekki koma fólki í þrot núna
Fram kom í fréttum á dögunum að Arion banki hefur gert kyrrstöðusamning við Gaum, eignarhaldsfélag Bónusfjölskyldunnar. Það þýðir að ekki verður gengið að eignum Gaums í bráð, þrátt fyrir tugmilljarða króna skuld félagsins við bankann.
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks tók málið upp á Alþingi í morgun og spurði efnahags- og viðskiptaráðherra hvort hann myndi styðja kyrrstöðusamninga fyrir íslensk heimili.
Ráðherra sagði að enn væri beðið niðurstöðu Hæstaréttar í gengislánadómi en sagði kyrrstöðu ekki ásættanlega. Það svar sætti þingmaðurinn sig ekki við svo hann ítrekaði spurninguna.
Ég er að spyrja hann um það hvort hann sé tilbúinn til að beita sér fyrir því að gerður verði kyrrstöðusamningur - við getum kallað það þjóðarsátt ef hann vill kalla það það - við íslensk heimili og fyrirtæki sem berjast í bökkum svo þau fái skjól komandi mánuði. Þannig að það verði ekki gengið að íslenskum heimilum. Svo kemur hæstréttur ráðherra og dirfist að snúa hér út úr, sagði Óli Björn Kárason.
Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra sagðist ganga út frá því að bankar fari varlega í innheimtu skulda og gangi ekki að fyrirtækjum og fólki á meðan réttargrundvöllur skuldbundinganna er óljós. Mér finnst það bara liggja í augum uppi. Og háttvirtur þingmaður þarf ekki að vera með neinn stórfelldan belging yfir því. Auðvitað er það bara þannig að það er óeðlilegt af bönkum að setja fólk eða fyrirtæki í þrot þegar réttarstaða er óljós og beðið er úrlausnar Hæstaréttar.
(ruv.is)
Þetta var vel svarað hjá Árna Páli. Auðvitað verða bankarnir að sýna fólki biðlund núna. Þeir mega ekki koma fólki í þrot á meðan beðið er dóms Hæstaréttar en auk þess þurfa heimilin að fá frekari frest.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Getur vel verið að það sé vel svarað hjá ráðherra en það svar dugar ekki fólkinu mér hefur ekki sýnst að bankar hafi neitt hægt á sér frekar að þeir hafi hert róðurinn til að ná sem mestum eignum inn ef að þeir yrðu gjaldþrota. Þá er hægt að kaupa þær á hálfvirði úr þrotabúnum. Þeir sem eiga inni hjá hinum sömu fyrirtækjum verða síðan numer 30000000000000000000000000000000000000 í röð forgangskrafana
Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.9.2010 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.