Fimmtudagur, 9. september 2010
Mikið betri kjör eldri borgara í Svíþjóð en hér
Í Svíþjóð er grunnlífeyrir einhleypra eldri borgara 150 þús.ísl. kr. á mánuði. Auk þess fá þeir viðbótarlífeyri og húsnæðisbætur.En alls fá einhleypir ellilífeyrisþegar í Svíþjóð 242 þús. kr.á mánuði í lífeyri.Þessar bætur hækka þegar laun hækka.Þetta eru mikið betri kjör en hjá eldri borgurum á Íslandi.Hér hafa einhleypir ellilífeyrisþegar aðeins 180 þús. á mánuði fyrir skatt eða 157 þús. eftir skatt. Ljóst er,að við þurfum að hækka lífeyri aldraðra mikið hér til þess að standa jafnfætis frændum okkar á Norðurlöndum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.