Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS fljótlega

Caroline Atkinson, Formælandi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í dag að stefnt væri að því að stjórn hans afgreiddi þriðju endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands síðar í mánuðinum.

Atkinson sagði að samkomulag hefði náðst um þær aðgerðir sem þyrfti að grípa til í íslenskum efnahagsmálum til að ná markmiðum áætlunarinnar en ganga þyrfti að fullu frá fjármögnun hennar. Að því væri nú unnið og ekki hefði verið dagsett hvenær stjórn sjóðsins tæki endurskoðunina fyrir.(ruv.is)

Efnahagsáætlunin er alveg á áætlun og Ísland hefur gert allt sem tilskilið var.Verðbólgan hefur lækkað mikið,vextir hafa hríðlækkað og viðskiptahallinn snúist í afgang.Enn vantar hagvöxt og hann hlýtur að koma fljótlega. Verst er að tölur Hagstofu um hagvöxt eru mjög ónákvæmar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband