Vilja upplýsingafulltrúa bótaþega

Borgarafundur um fátækt á Íslandi sem haldinn var í gærkvöldi í ráðhúsi Reykjavíkur leggur til að stofnuð verði staða Upplýsingafulltrúa bótaþega.

Verksvið hans væri að einfalda bótaþegum upplýsingaleit um réttindi þeirra svo þeir þurfi ekki að ganga á milli stofnana til að komast að þvi hver réttur þeirra er.

Myndi fulltrúinn starfa náið með hjálparstofnunum sem hafa góða yfirsýn yfir vandann sem við er að glíma í dag.

Borgarafundurinn krefst þess:

Að starfsmaður þessi verði ráðinn af nefnd fólksins sem njóta myndi þjónustu hans. Að lágmarksframfærsla verði reiknuð út og staðfest opinberlega.

Að allir njóti þeirra réttinda að eiga mat og heimili.(visir.is)

Björgvin Guðmundsson
(


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband