Föstudagur, 10. september 2010
Jóhanna boðuð á þjóðfund.Óvíst,að hún mæti
Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, var boðuð á þjóðfundinn sem verður haldinn í Laugardalshöllinni von bráðar. Fundurinn mun endurskoða stjórnarkrá Íslands.
Gert er ráð fyrir að 1000 manns taki þátt í Þjóðfundinum. Til að tryggja að sem flest sæti verði skipuð á fundinum voru 4000 til viðbótar kallaðir til og skráðir sem varamenn.
Þáttakendur voru valdir af handahófi úr þjóðskrá með svokölluðu slembiúrtaki.
Jóhanna sagði á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún ætti eftir að gera upp við sig hvort hún myndi mæta á þjóðfundinn.
Hún sagðist þó telja réttast að fundinum yrði hlíft við nærveru stjórnmálamanna. Því er líklegra að hún afþakki boðið.
(visir.is)
Spurning er hvort stjórnmálamenn eigi að mæta á þjóðfundi eða ekki.Vissulega geta þeir mætt eins og aðrir borgarar.En ef til vill hefði átt að boða á þjóðfund á annan hátt en gert er.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.