Á að draga ráðherra fyrir landsdóm?

Nú líður að því að ákveðið verði hvort ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H.Haarde verði dregnir fyrir landsdóm eða ekki.Í rannsóknarskýrslu alþingis  var sagt,að 3 ráðherrar í þessari ríkisstjórn hefðu gerst sekir um vanrækslu og mistök.Þar var um að ræða Geir H.Haarde,Árna Mathiesen og Björgvin G.Sigurðsson. Nefnd Atla Gíslasonar hefur víst rætt um að draga 2 eða 4 ráðherra fyrir landsdóm.Sennilega mun átt við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur  sem fjórða ráðherrann. Efnahagsmál heyrðu ekki undir hennar ráðuneyti en hún mun hafa komið  að þeim málum sem leiðtogi annars stjórnarflokksins.Mér finnst þó hæpið að draga hana fyriir landsdóm á þeim forsendum.Stjórnskipulega séð hafði hún ekkert með efnahagsmál að gera.

Í lögum um ráðherraábyrgð er talað um að ráðherrar verði að hafa valdið einstaklingum eða almenningi fjárhagslegum skaða til þess að þeir verði sakfelldir.Spurning er hvort talið verði að umræddir þrír ráðherrar hafi gert það. Ég efast um það. Ég tel,að bankarnir og eftirlitsstofnanir beri mestu ábyrgðina  á hruninu.Að vísu má segja,að ríkisstjórn og ráðherrar hefðu átt að sjá til þess að Fjármálaeftirlit og Seðlabanki gegndu eftirlitshlutverki. En ég tel,að ráðherrar þeir sem samþykktu einkavæðingu bankanna og seldu þá kunnáttulausum einkaaðilum beri mikið meiri ábyrgð en ráðherrar í stjórn Geirs H.Haarde.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband