Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um 10,6 milljarða í júlí

Hrein eign lífeyrissjóða í lok júlí sl. var 1.835 milljarðar kr og hækkaði hún um 10,6 milljarða kr í mánuðinum. Sé miðað við júlí 2009 hefur hrein eign lífeyrissjóða hækkað um 141,4 milljarða kr.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að vert sé að taka fram að enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.

Vakin er athygli á því að úrtaki sjóða sem skila mánaðarlegum gögnum hefur verið breytt frá síðustu birtingu. Fjölgað hefur um tvo sjóði í úrtakinu og nær það nú yfir 96% af heildareignum lífeyrissjóða m.v. árslok 2009. Breytingin nær aftur til janúar 2010.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband