Laugardagur, 11. september 2010
Fyrningarleiðin: Reynt að fela svikin
Ótrúleg umræða um kvótakerfið og fyrningaleiðina hefur átt sér stað eftir að svokölluð sáttanefnd skilaði áliti.Reynt hefur verið að halda því fram,að meirihlutaálit nefndarinnar uppfyllti ákvæði stjórnarsáttmálans um að fara fyrningarleiðina.Fremstur í flokki þeirra,sem beitt hafa þessari blekkingu er Björn Valur Gíslason þingmaður VG,sem átti sæti í nefndinni.Eitt er að svíkja kosningaloforð en annað að halda því fram við kjósendur að það sé verið að uppfylla kosningaloforðið þegar það er verið að svíkja það. Þeir stjórnmálamenn,sem þannig haga sér bera ekki mikla virðingu fyrir kjósendum.Þeir virðast halda að kjósendur séu bjánar,sem megi bjóða hvað sem er.
Kjósendur voru ekki í neinum vafa um hvað var verið að boða,þegar stjórnarflokkarnir boðuðu fyrningu aflaheimilda á 20 árum.Það breytir engu þó menn hafi ýmist notað orðið fyrningu eða innköllun aflaheimilda.Boðað var að úthluta ætti aflaheimildum á ný á sanngjarnan og réttlátan hátt þannig að kröfur Mannréttindanefndar Sþ. væru uppfylltar. En Mannréttindanefndin sagði,að Ísland hefði brotið mannréttindi með kvótakerfinu eins og það var framkvæmt. Þessi atriði voru einnig tekin upp í stjórnarsáttmálann. Það er óforskammað,að Björn Valur skuli leyfa sér að segja,að það sé verið að uppfylla kosningaloforðið um fyrningarleiðina með því að úthluta útgerðinni megninu af aflaheimildunum til 15-25 ára.Það breytir engu þó 5% eða eitthvað örlítið meira verði sett í pott til þess að úthluta samkvæmt byggðakvóta,línuívilnun eða til strandveiða. Aðalatriðið er að ranglætið mundi halda áfrfam í ríkari mæli en áður. Stórútgerðin mundi halda megninu af kvótunum áfram og hún yrði fest í sessi ef úthluta ætti kvótum til hennar til mjög langs tíma. Það væri enn meira óréttlæti en áður var. Það þýðir heldur ekkert að klifa á því að setja eigi ákvæði í stjórnarskrá um að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar.Hún er sameignn þjóðarinnar í dag samkvæmt lögum.
Ríkisstjórnin verður að framkvæma fyrningarleiðina refjalaust,þe.innkalla kvótana á 20 árum og úthluta til baka með því að bjóða upp kvótana,leita tilboða í þá eða úthluta eftir öðrum reglum til eins árs í senn eins og nú er. Ef fyrningarleiðin verður svikin er ríkisstjórnin fallin.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Athugasemdir
Það er auðvitað óforskammað að setja Björn Val í nefnd sem á að fjalla um leiðir til að afturkalla og stokka upp úthlutun kvóta, maðurinn er skipstjóri hjá Brimi hf í leyfi meðan hann situr á þingi. Það er ekki flókið að sjá hvaða hagsmuna hann gætir. Það eitt að LÍÚ sé á þessari línu ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum!
En hvað um það, verði þessi tillaga ofaná eru það klár svik beggja stjórnarflokkanna við kjósendur. Fyrir það verður refsað, ekki satt?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.9.2010 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.