Laugardagur, 11. september 2010
Samfylkingin í Mosfellsbæ hafnar samningaleið
Aðalfundur Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ hafnar með öllu svokallaðri samningaleið sem starfshópur um endurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisisns lagði nýverið fram. Samfylkingarmenn í Mosfellsbæ vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Starfshópurinnv var skipaður í júlí 2009. Verkefnið var að skilgreina helstu álitaefni sem fyrir hendi eru og setja fram valkosti sem líklegir væru til að sem víðtækust sátt náist um fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar.
Starfshópurinn mælir eindregið með að farin verði svokölluð samningaleið. Er það túlkun fulltrúa innan nefndarinnar og hagsmunaaðila að það útiloki fyrningarleiðina.
Samfylkingarfélagið í Mosfellsbæ krefst þess að framkomnar tillögur starfshópsins verði lagðar undir þjóðaratkvæði. Aðeins með því móti er hægt að fá fram raunverulegan vilja þjóðarinnar til þessa máls," segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ.(visir.is)
Það kemur ekki á óvart,að Samfylkingin í Mosfellsbæ hafni samningaleið. Það er mikil óánægja innan Samfylkingarinnar með álit meirihluta "sáttanefndar" og menn telja,að þar sé verið að hafna fyrningarleiðinni eins og rétt er. Menn í Samfylkingunni óttast mikinn flótta úr flokknum ef tillaga um samningaleið verði framkvæmd.
Björgvin Guðmnundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.