Sunnudagur, 12. september 2010
Geir H.Haarde: Röng niðurstaða þingmannanefndar
Komi til þess að Alþingi samþykkti tillögu um að stefna mér fyrir landsdóm verður það þungbær reynsla en sá sem hefur hreinan skjöld er ekki hræddur við að fá úrlausn sinna mála fyrir óháðum og óvilhöllum dómstóli eins og landsdómi er ætlað að vera," segir Geir.
Meirihluta þingmennanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leggur til að fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði dregnir fyrir landsdóm, þar á meðal Geir.
Geir segir að þeir þingmenn sem samþykkja ákæruna verði að vera reiðubúnir að horfast í augu við sína ábyrgð á því þegar öll kurl verða komin til grafar (visir.is)
Erfitt er að setjast í dómarasæti í þessu máli.Ég tel,að meginorsök bankahrunsins sé einkavæðing bankanna.Ranglega hafi verið staðið að henni og ég er sannfærður um það,að ef ríkisbankarnir hefðu ekki verið einkavæddir þá hefði ekkert hrun orðið hér. Ríkisbankarnir hefðu ekki skuldsett sig eins og einkabankarnir og ekki farið í það brask sem einkabankarnir gerðu. Hins vegar tel ég að ríkisstjórn Geirs H.Haarde hefði átt að sjá til þess að Fjármálaeftirlit og Seðlabanki gegndu eftirlitshlutverki sínu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.