Fátæktin er blettur á þjóðinni

Á fjölsóttum fundi í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum kom fram hörð gagnrýni á stjórnvöld vegna fátæktar í landinu.Fram kom sú hugmynd að skipa ætti upplýsingafulltrúa bótaþega. Fundarmenn töldu til skammar,að stór hópur hér þyrfti iðulega að leita til hjálparstofnana eftir mat þar eð  bætur væru alltof litlar.Menn töldu að ákveða fyrsti lágmarksframfærslu og að hún þyrftu að vera 220 þús. á mánuði.

Víst væri það framför, ef lágmarksframfærsla væri ákveðin 220 þús. á mánuði. En það er of lágt. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar er meðalstalsneyslukostnaður einhleypinga 297 þús. á mánuði án skatta,framreiknað til des. 2009.Landssamband eldri borgara og FEB í Rvk. telja,að lífeyrir aldraðra eigi að hækka  í þá upphæð. Lágmarksframfærsla þyrfti að  hækka í það sama og mætti gera breytingu í þá átt í áföngum. Við verðum að gera átak til þess að útrýma fátækt og leiðrétta bætur aldraðra og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband