Þorvaldur Gylfason:Rannsaka hefði átt einkavæðingu bankanna

Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, segir það vonbrigði að ekki hafi náðst meirihluti í þingmannanefndinni fyrir nýrri rannsókn á einkavæðingu bankanna.

Hann sagði það jafnframt vonbrigði að þetta mál hafi strandað á formanni nefndarinnar, Atla Gíslasyni. Þar vísar hann til þess að í skýrslunni kemur fram að fjórir nefndarmenn hafi lagt til að gerð yrði sérstök rannsókn á því hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna. Fjórir nefndarmenn létu hins vegar bóka, í tveimur aðskildum bókunum, að frekari rannsókn á sölu bankanna skilaði samfélaginu engu. Atli Gíslason, níundi maðurinn í nefndinni, sat hjá.

Þorvaldur sagði skýrsluna góða og taldi að meirihluti þjóðarinnar fagni þeirri ályktun nefndarinnar að draga beri fjóra ráðherra fyrir Landsdóm.

Þorvaldur var gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils í dag.(ruv,is)

Ég er sammálaq Þorvaldi.Það eru mikil vonbrigði,að þingmannanefndin skyldi ekki ákveða að rannsaka á ný einkabæðingu bankanna. Alþingi verður ei að siður að samþykkja slíka rannsókn.Einkavæðingin á að mínu mati stærsta þáttinn í hruni bankanna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

frettir@ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband