Sunnudagur, 12. september 2010
Margrét Frímanns:Fráleitt að ákæra ráðherrana
Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi leiðtogi og talsmaður Samfylkingarinnar, segir fráleitt að leggja til að fjórir fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Vinnubrögðin samræmist ekki réttarríki og þingmenn sem þetta vilja viti ekki hvað þeir geri.
Alþingi ákveður á næstu dögum hvort draga eigi fjóra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm fyrir afglöp í starfi í aðdraganda hrunsins. Meirihluti sérstakrar þingmannanefndar leggur til að það verðir gert. Margrét segir að verði úr að Alþingi ákæri þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Matthiesen eða Björgvin G. Sigurðsson, sé brotið á rétti þeirra. Ekki hafi verið ástæða til að ákæra ráðherra eftir rannsóknarskýrslu Alþingis. Ætli menn að ákæra þurfi að gera það rétt.(ruv.is)
BjörgvinGuðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.