Þingmannaskýrslan rædd á alþingi í dag

Skýrsla þingmannanefndarinnar,sem birt var um helgina, var tekin til umræðu á Alþingi klukkan hálfellefu. Ein umræða verður um skýrsluna sjálfa en tvær um þingályktunartillögurnar um málshöfðun gegn fyrrverandi ráðherrum.

Haustþingi á að ljúka á miðvikudag, samkvæmt starfsáætlun Alþingis, en kunnugir gera ráð fyrir að það kunni að dragast á langinn vegna umræðna um skýrsluna.(visir.is)

 

Atli Gíslason formaður þingmannanefndarinnar flutti framsöguræðu um skýrsluna.Eyddi hann löngum tíma fyrst í að ræða um undirbúning skýrslunnar,aðstoð þings og sérfræðinga og fleira í   þeim dúr. Síðan óskaði hann þess,að menn biðu með að ræða um ráðherraábyrgð þar til síðar. Fyrst ætti að ræða skýrsluna en síðar þingsályktunartillöguna um ákærur gegn ráðherrum.Síðan hóf hann að gera grein fyrir skýrslunni.

Skýrsla þingmannanefndarinnar byggist á skýrslu rannsóknarnefndar alþingis.Má segja,að álit þingmannanefndarinnar sé að mestu endurtekning á skýrslu rannsóknarnefndar alþingis.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband