Mánudagur, 13. september 2010
Bjarni og Sigmundur Davíð samþykkja rannsókn á einkavæðingu bankanna
Bæði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telja vel koma til greina að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans í upphafi aldarinnar. Þetta kom fram í máli þeirra á Alþingi í dag.
Það vakti athygli að þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um það hvort slík rannsókn ætti að fara fram í skýrslu sem þingmannanefndin skilaði af sér á laugardaginn. Fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í nefndinni voru á móti slíkri rannsókn. Formaður nefndarinnar tók ekki afstöðu til málsins og þvi náðist ekki samstaða um að mæla með skipan slikrar nefndar. Bankarnir voru einkavæddir í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði boðað að hún myndi leggja til við Alþingi að slik rannsókn færi fram ef þingmannanefndin kæmi ekki fram með slíka tillögu. (visir,is)
Það er athyglisvert,að formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skuli geta fallist á að rannsókn fari fram á einkavæðingu bankanna. Ég tek ofan fyrir þeim fyrir það.
Björgvin Guðmunsdsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.