Þriðjudagur, 14. september 2010
Jón Gnarr með hjartað á réttum stað
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, lætur sig flest varða eins og borgarbúar hafa orðið varir við.
Frétt Stöðvar 2 um að óprúttinn aðili hafi farið hamförum fyrir utan hús Margrétar Marelsdóttur vakti mikla athygli en Margrét er öryrki og gengur með tvo stómaleggi. Þegar hún kom að bílnum sínum einn morguninn hafði bílastæðaskilti fyrir fatlaða verið rifið af stöng sinni og grýtt í bílrúðuna.
Eftir að fréttin birtist hafði verkamaður hjá Reykjavíkurborg samband við Margréti og bauðst til að borga fyrir skemmdirnar. Margrét var hrærð og sagði þetta ótrúlegt örlæti. Jón Gnarr var ekki síður snortinn, setti tengil á Facebook-síðuna sína þar sem vísað var á fréttina og skrifaði: Ég tek ofan fyrir svona! Mikið gladdi það mig að sjá þessa frétt."(visir.is)
Það er gott,að Jón Gnarr,nýi borgarstjórinn hefur hjartað á réttum stað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.