Þriðjudagur, 14. september 2010
Jón Gnarr styður mannréttindabaráttu
Jón Gnarr, borgarstjóri, tók á móti fyrrverandi borgarstjóra Peking, Liu Qi, í ráðhúsinu í dag. Qi er jafnframt aðalritari kommúnistaflokksins í Peking og var formaður undirbúningsnefndar ólýmpíuleikanna 2008.
Jón Gnarr notaði tækifærið og afhenti honum bréf þar sem hann tekur undir kröfur alþjóðlegra baráttusamtaka rithöfunda að ljóðskáldinu Liu Xiaobo verði sleppt úr fangavist. Sá var dæmdur í ellefu ára fangelsi í fyrra fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og baráttu fyrir pólitískum umbótum í Kína.(ruv.is)
Það er gott,að Jón Gnarr skuli styðja kröfur alþjóðlegra baráttusamtaka um að ljóðskáldinu Liu Xiaobo verði sleppt úr fangelsi.Með því styður hann mannréttindabaráttu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.