Ingibjörgu Sólrúnu boðið á þingflokksfund í kvöld

Skýrsla þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis er nú rædd á þingi, þriðja daginn í röð. Sjaldan hafa fleiri þingmenn talað í einu máli, hátt á fimmta tug þingmanna hafa ýmist talað eða eiga eftir að tala í umræðunni. Stóra umræðan sem flestir bíða eftir er umræða um þingsályktunartillögur um málshöfðun gegn fyrrum ráðherrum. Samfylkingarfólkið Björgvin G. Sigurðsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru boðin á fund framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar í gær.

Björgvin átti ekki heimangengt, en Ingibjörg Sólrún mætti á fundinn. Tilgangur fundarins var að heyra viðbrögð þeirra og sjónarmið við skýrslunni og tillögum um málshöfðun. Seint í gærkvöld, að loknum fundi Ingibjargar Sólrúnar með framkvæmdastjórninni skrifaði hún eftirfarandi orðrétt inná Facebook-síðu sína:

"Kæru vinir. Þakka ykkur mörgum fyrir hlýhug og samlíðan. Þegar ósköpin dundu yfir á laugardaginn fór ég að ráði skjaldbökunnar þegar hún skynjar hættu - dró mig inn í skelina. Þar er gott að hugsa. En allt hefur sinn tíma. Nú er ég komin út aftur. Ætla að senda ykkur glósu á eftir."

Ingibjörg Sólrún hefur þegið boð um að mæta á þingflokksfund Samfylkingarinnar í kvöld, en Björgvin G. Sigurðsson hefur afþakkað.

Í bréfi sem Ingibjörg Sólrún skrifaði þingmannanefndinni í byrjun júní kom fram að þegar hún hafi lesið rannsóknarskýrsluna hafi henni orðið ljóst að mikilvægum upplýsingum hafi verið haldið frá henni. Hún segist mjög ákveðið þeirrar skoðunar að sem utanríkisráðherra í ríkisstjórn Geirs Haarde hafi hún hvorki með athöfnum sínum né athafnaleysi átt þátt í hruni fjármálakerfisins né heldur hefði hún getað komið í veg fyrir fall þess.

Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hún hefði ekki ákveðið hvort eða hvenær hún ætli að tjá sig um málið opinberlega.  (ruv.is)

Ég tel,að ekki eigi að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu og kalla hana fyrir landsdóm. Rannsóknarnefnd alþingis taldi hana ekki brotlega og því tel ég óeðlilegt að þingmannanefndin gangi lengra í því efni en rannsóknarnefndin.Að því er Björgvin G.Sigurðssson varðar tel ég,að hann hafi miklar málsbætur þar eð honum var haldið frá upplýsingum um mikilvæg efnahagsmálefni.Rétt væri því að sleppa honum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband