Miðvikudagur, 15. september 2010
BSRB vill rannsókn á einkavæðingu bankanna
Stjórn BSRB kallar eftir því að einkavæðing bankanna verði rannsökuð. Á heimasíðu bandalagsins segir að hrunið, aðdragandi þess og afleiðingar verði ekki að fullu gert upp fyrr en einkavæðingarferli bankanna hafi verið kannað í þaula. Þar skipti lög um fyrningu ekki öllu heldur muni rannsóknin ein og sér stuðla að frekari sátt í samfélaginu. BSRB hvetur því Alþingi til að samþykkja að gerð verði óháð rannsókn á einkavæðingu bankanna.
(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.