Fimmtudagur, 16. september 2010
Er verið að ákæra þá,sem eru saklausir?
Kennari nokkur hafði þann hátt á þegar mikil ólæti voru í bekknum hjá honum,að hann lamdi fremsta nemandann með kladdanum þó sá nemandi væri ef til vill blásaklaus.En við þetta komst ró á bekkinn.Mér kom þessi saga í hug,þegar þingmannanefndin ákvað að ákæra 4 fyrrverandi ráðherra úr ríkisstjórn Geirs H.Haarde og draga þá fyrir landsdóm. Rannsóknarnefnd alþingis segir í skýrslu sinni,að síðustu forvöð til þess að gera ráðstafanir til að afstýra bankahruni hafi verið 2006.En samt vill þingmannanefndin ákæra 4 ráðherra,sem sátu 2007-2009. Er það til þess að ákæra einhverja hvort sem þeir eru sekir eða saklausir.Er það til þess að lemja þá sem næstir eru. Það hefur ekkert komið fram,sem bendir til þess að umræddir ráðherrar hefðu getað afstýrt bankahruni með einhverjum ráðstöfunum,sem þeiir gerðu ekki.Persónulega tel ég að þeir stjórnmálamenn ,sem tóku ákvörðun um einkavæðingu bankanna beri miklu meiri ábyrgð á bankahruninu en umræddir 4 ráðherrar.Ég tel einnig,að stjórnendur bankanna beri meiri ábyrgð svo og ýmsir útrásarvíkingar. En enginn af stjórnendum bankanna eða útrásarvíkingum hefur verið ákærður. Það er ekkert réttlæti í því að ákæra þá sem ef til vill eru saklausir en sleppa hinum sem eru sekir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.