Fimmtudagur, 16. september 2010
Hagnaður Arion banka 8 milljarðar fyrstu 6 mánuði
Hagnaður Arion banka samkvæmt könnuðum árshlutareikningi fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2010 nam 7,9 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 17,7% á ársgrundvelli.
Í tilkynningu segir að með yfirtöku Kaupskila á 87% hlut í Arion banka þann 8. janúar 2010 styrktist eiginfjárstaða bankans þar sem Kaupskil lagði bankanum til nýtt eigið fé ásamt því að ríkið veitti bankanum víkjandi lán upp á 29 milljarða kr.
Eiginfjárhlutfall bankans þann 30. júní 2010 var 16,4% sem er yfir 16% kröfu Fjármálaeftirlitsins. Jafnframt stenst Arion banki mjög rúmlega allar lausafjárkröfur eftirlitsaðila.
Útlán til viðskiptavina námu 466,0 milljörðum kr. þann 30. júní samanborið við 357,7 milljarða kr. í árslok 2009. Aukningin er einkum tilkomin vegna nýrra útlána sem bankinn fékk í tengslum við eigendabreytingu 8. janúar síðastliðinn. Innlán námu 493,4 milljörðum kr. samanborið við 495,5 milljarða kr. í árslok 2009.
Í lok tímabilsins voru 1.142 stöðugildi hjá bankanum samanborið við 1.157 í árslok 2009. Heildareignir námu 842,3 milljarða kr. þann 30. júní 2010 samanborið við 757,3 milljarða kr. í lok árs 2009.. Eigið fé bankans í lok júní 2010 var 101,4 milljarðar kr. en nam 89,9 milljörðum kr. í árslok 2009.
Uppgjörið fyrir fyrstu sex mánuði ársins er í takt við væntingar og sýnir vaxandi fjárhagslegan styrk bankans," segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
En hið efnahagslega umhverfi er og verður krefjandi og þá ekki síst vegna þeirrar óvissu sem ríkir vegna erlendra lána. Bankinn hefur farið ítarlega yfir hugsanleg áhrif þeirra á efnahag bankans og mun bankinn í öllum tilfellum uppfylla kröfu laganna um 8% eiginfjárhlutfall fjármálastofnanna." (visir.is
Þessi góða afkoma Arion banka fyrstu 6 mánuði ársins bendir til þess að bankinn ætti að getað komið meira til móts við heimilin,sem skulda mikið í bankanum. Einnig er gott að heyra að bankinn geti staðist óhagstæðan dóm Hæstaréttar í máli um gengistryggð lán.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.