Föstudagur, 17. september 2010
Fangelsi fyrir að boða ekki stjórnarfund?
Ákæruatriði þingmannanefndarinnar gegn fyrrverandi ráðherrum eru mjög veik.T.d. er það eitt atriðið,sem meirihluti þingmannanefndarinnar vill ákæra ráðherrana fyrir að hafa ekki boðað ríkisstjórnarfund um ákveðin málefni.Annað atriði er að hafa ekki fylgt því á eftir að Icesave útibúin væru sett í dótturfyrirtæki. Það er nokkuð langt gengið að Atli Gíslason vilji setja fyrrverandi ráðherra í fangesli fyrir að hafa ekki boðað ríkisstjórnarfund. Einnig er það langt seilst að ætla að fangelsa ráðherrana fyrir að hafa ekki fylgt því eftir að stofnuð væru dótturfyrirtæki um Icesave reikningana. Það var einkafyrirtæki,sem var með sparifjárreikninga í Englandi og Hollandi. Eftirlit með bankanum var hjá Fjármálaeftirliti og Seðlabanka.Vissulega mætti eftirlit ráðherra með undirstofnunum vera betra en það er of langt er gengið að heimta fangelsi yfir ráðherrum fyrir að fylgjast ekki nógu vel með undirstofnunum. Í dag var skýrt frá því að umhverfisráðherra hefði brotið lög með því að neita að staðfesta skipulag Flóahrepps. Varla verður ráðherrann settur í fangelsi fyrir það lögbrot. Einnig var sagt frá því í dag,að landbúnaðarráðherra hefði brotið lög með því að banna innflutning á lambakjöti.Ekki veit ég hvaða viðurlög eru við því lögbroti.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.9.2010 kl. 10:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.