Þingmannanefndin: Öll gögn upp á borðið,einnig fyrir almenning

Þegar Atli Gíslason var að gera grein fyrir ákærum á hendur 4 fyrrverandi ráðherrum í ræðu á alþingi í gær varð honum tíðrætt um að  sérsfræðingar þingmannanefndarinnar hefðu  mælt með þessu og hinu og virtist svo sem þingmannanefndin hefði algerlega látið einhverja sérfræðinga ráða fyrir sig.Með hliðsjón af þessu kom það nokkuð á óvart,að ekki var upplýst hvaða sérfræðingar þetta hefðu verið og heldur ekki lögð fram nein gögn frá þessum sérfræðingum.Þess var krafist í umræðum í gær,að það yði upplýst hvaða sérfræðinga væri um að ræða og að öll gögn varðandi þá yrðu lögð fram.Þessu var í fyrstu neitað og sagt,að um trúnaðarmál væri að ræða. Síðan var ákveðið að þingmenn mættu skoða gögnin en aðrir ekki. Það er ótækt. Almenningur á einnig að  fá aðgang að þessum gögnum. Hér er ekki um einkamál þingmanna að ræða. Pukrið og leynimakkið á að vera liðin tíð. Krafan er:Allt upp á borðið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband