Ingibjörg Sólrún misskildi ekkert

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir blæs á þær fullyrðingar Atla Gíslasonar formanns þingmannanefndarinnar um að hún hafi misskilið stöðu sína þegar hún sendi nefndinni svarbréf sitt.

Atli sagði í Kastljósi í gær að ráðherrunum fjórum, sem kunna að verða dregnir fyrir Landsdóm, hafi mátt vera ljóst að verið væri að kanna ráðherraábyrgðina. Ingibjörg Sólrún svaraði Atla á Facebook síðu sinni síðdegis. Hún segir að sér hafi verið boðið að bregðast við niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis. Sú nefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væru forsendur til að fjalla frekar um störf Ingibjargar Sólrúnar. Hún segir þá spurningu vakna hvort einbeittur ákæruvilji Atla Gíslasonar sé ekki byggður á þeim misskilningi að betra sé að veifa röngu tré en öngu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband