Útlendingar mega eiga 49,9% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum

Lög um hámarks eign útlendinga í íslenskum sjávarútvegi eru skýr að mati Unnar G. Kristjánsdóttur, formanns nefndar um erlenda fjárfestingu, sem skoðar nú eignarhald kínverskra auðjöfra á útgerð og kvóta hér á landi. Eignarhald þeirra er undir þeim mörkum sem umrædd lög segja til um. Unnur vill þó ekki svara því hvort það þýði ekki að nefndin verði að samþykkja kaupin.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá innkomu Kínverskrar fjölskyldu í íslenskan sjávarútveg í gegnum fyrirtækið Storm Seafood. Kínverjarnir eiga 43% í Stormi í gegnum tvö eignarhaldsfélög en félagið hefur nú yfir að ráða umtalsverðum kvóta á Íslandsmiðum.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lýsti því yfir þegar af fréttist að slíkt eignarhald væri á svig við lög og það sama gerði Fjármálaráðherra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir útgerðina heimila lög eignarhaldið. Efnahags- og viðskiptaráðherra fól því nefnd um erlenda fjárfestingu að fjalla um málið; nefnd sem verið hefur í eldlínunni vegna túlkunar á lögum vegna kaupa fyrirtækisins Magma á HS Orku.

Unnur G Kristjánsdóttir er formaður þeirrar nefndar og það er nú hennar að fjalla um málið. Hún segir lögin skýr en fæst þó ekki til að svara því hvort það þýði ekki að nefndin verði að leggja blessun sína yfir innkomu Kínverjanna í íslenskan sjávarútveg. „Lögin eru þannig, og skýringar með lögunum, sýna að það er ljóst að það væri leyfilegt fyrir erlendan aðila að eiga 49,9% í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki. En það þarf að vera eftir ákveðnum leyfum og reglum gert,“ segir Unnur og bætir við að nokkuð geti verið í það að niðurstaða fáist í málið.(ruv.is)

Nokkuð mun um , að erlendir aðilar séu óbeinir eignaraðilar í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Gott er að fá  því skorið hvað slík eignaraðild  má vera mikil.

 

Björgvin Guðmundsson

 

frettir@ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband