Sunnudagur, 19. september 2010
Gagnrýnisverð framkoma þingmannanefndarinnar
Bréf þingmannanefndar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis var skýrt, segir þingmaður Framsóknarflokks sem á sæti í nefndinni. Viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar séu skiljanleg þar sem niðurstaða nefndarinnar hljóti að vera henni áfall.
Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagði í Kastljósi á föstudag að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefði misskilið ósk nefndarinnar um að koma athugasemdum á framfæri við nefndina. Ljóst hefði verið að beðið hefði verið um viðbrögð við ráðherraábyrgð.
Ingibjörg Sólrún sagði á facebook síðu sinni í gær að það væri aftur á móti Atli sem væri að misskilja stöðuna. Hún hafi aðeins verið beðin um að bregðast við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis en þar hafi niðurstaðan í hennar máli verið sú að hún hefði ekki brotið gegn lögum um ráðherraábyrgð.
Eygló Harðardóttir, þingmaður sem á sæti í nefndinni, segir það hafa komið skýrt fram í bréfi nefndarinnar að hún væri ekki bundin af niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar.
Þá segir Ingibjörg Sólrún að sú spurning hljóti að vakna hvort einbeittur ákæruvilji Atla og fleiri sé ekki byggður á þeim misskilningi að betra sé að veifa röngu tré en öngu.(visir.is)
Eygló Harðardóttir reynir að styðja við bakið á formanni nefndarinnar,Atla Gíslasyni.Það tekst þó fremur óhönduglega.Eygló segir,að það hafi komið skýrt fram í bréfi nefndarinnar,að hún væri ekki bundin af niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar.En hefði nefndin þá ekki átt að taka fram í bréfum til ráðherranna fjögurra,sem hún vill ákæra, hvaða ákæruatriði væri um að ræða. Það var ekki gert í bréfinu til Ingibjargar Sólrúnar.Málatilbúnaður þingmannanefndarinnar er því algert klúður.
Björgvin Guðmundsson
''''
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Facebook
Athugasemdir
Allt málið er klúður. Það á að falla frá kærumálunum. Þau eru þinginu til skammar. Annað í starfi Atlanefndarinnar er líklega ágætt og gagnlegt.
Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.