Sunnudagur, 19. september 2010
Góður lífeyrir aldraðra í Svíþjóð
Svíar hafa endurskipulagt allt lífeyriskerfi sitt.Lífeyrir aldraðra í dag fer eftir því hvað þeir hafa haft í laun og hvað mikið þeir hafa greitt til lífeyriskerfisins ( tryggingakerfisins). En öllum er tryggður sómasamlegur lágmarkslífeyrir hvað svo sem þeir hafa haft í laun. Meginreglan nú er sú,að aldraðir hafa í lífeyri 65% af þeim launum,sem þeir höfðu. Algengur lífeyrir er 325 þús. á mánuði.Svíar geta byrjað að taka lífeyri 61 árs gamlir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.