Ræða Jóhönnu eins og tímasprengja

Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra, á alþingi í gær um ákærur gegn fyrrverandi ráðherrum var eins og tímasprengja.Jóhanna gagnrýndi störf þingmannanefndarinnar og taldi,að ráðherrunum,sem ákæra á,hefði ekki verið gefinn nægur andmælaréttur. Fleiri þingmenn hafa gagnrýnt störf þingmannanefndarinnar. Nefndin  hefur samþykkt að ákæra 4 fyrrverandi ráðherra en síðan á að rannsaka mál þeirra í framhaldi af því.Venjan er sú í sakamálum að rannsaka fyrst og ákæra svo.En hér er málum snúið við.

Jóhanna benti á,að of seint hefði verið að afstýra bankahruni 2007-2008,.þegar umræddir 4 ráðherrar voru við völd. Rannsóknarnefnd alþingis telur,að síðustu forvöð til þess að afstýra bankahruni hafi verið 2006. En enginn sem var við völd þá eða fyrr er ákærður. Þetta finnst Jóhönnu ranglátt.Ég er sammála því. Mér líst vel á tillögu Þorsteins Pálssonar um að allir þeir stjórnmálamenn,sem bera ábyrgð á bankahruninu verði víttir á alþingi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband