Ráðist á Jóhönnu fyrir að hafa sjálfstæða skoðun

Svo virðist sem Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra,hafi ekki mátt segja skoðun sína á ákærunum gegn 4 fyrrverandi ráðherrum.Það er ráðist hatrammlega á forsætisráðherra vegna þess.Einkum eru nokkrir þingmenn VG argir vegna þess að Jóhanna gagnrýndi nokkur atriði hjá þingmannanefndinni svo sem það að  umræddir ráðherrar fengu ekki nægan andmælarétt.Fyrst segja talsmenn þingmannanefndarinnar,að hver þingmaður eigi að taka afstöðu fyrir sig,óbundinn af flokkum. En síðan  er fundið að því að menn fylgi ekki sínum flokki.

Gagnrýni Jóhönnu var eðlileg og engin ástæða til þess að  gera athugasemd við hana.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband