Norski olíusjóðurinn stendur nú í 2910 milljörðum n,kr.,

Hver Norðmaður á nú upphæð sem svarar til rúmlega 10 milljóna kr. í gegnum norska olíusjóðinn. Ef svo heldur sem horfir mun hver Norðmaður verða orðinn að milljónamæringi í eigin mynt eftir áratug.

Í frétt um málið á business.dk segir að olíusjóðurinn standi nú í 2.910 milljörðum norskra kr. og muni rjúfa 3.000 milljarða múrinn í vetur en sú upphæð samsvarar tæpum 60.000 milljörðum kr.

Eftir tíu ár er reiknað með að sjóðurinn verði orðinn 6.000 milljarðar norskra kr. að stærð og þá mun hver Norðmaður eiga sem svarar til einni milljón norskra kr. í sjóðnum.

„Þetta er jú einhverskonar draumur," segir Sigbjörn Johnsen um stærð og vöxt norska olíusjóðsins í samtali við blaðið Aftenposten.

Sjóðurinn var stofnaður árið 1996 með 2 milljarða norskra kr. framlagi frá stjórnvöldum. Á síðustu tíu árum hafa relgur sjóðsins verið þannig að stjórnvöldum er óheimilt að nota meir en 4% af virði sjóðsins fyrir fjárlög landsins. Með þessu á að vera tryggt að stjórnvöld geti aðeins notað hagnaðinn af sjóðnum en ekki gengið á höfuðstól hans.(visir.is)

Þetta er gífurlegt fjármagn. Norðmenn hugsa sjóðinn sem nokkurs konar eftirlaunasjóð. Þeir ætla að geyma hann til framtíðar.Þeir ætla ekki að nota úr honum til eyðslu,þar eð þá mundi hann skapa verðbólgu.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband