Föstudagur, 24. september 2010
Eðlilegra að víta fyrrverandi ráðherra en að ákæra þá
Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra varpaði fram þeirri hugmynd í grein í Fréttablaðinu að það mætti víta á alþingi þá fyrverandi ráðherra og stjórnmálamenn,sem bæru ábyrgð á bankahruninu.Á þann hátt mætti einnig ná til þeirra fyrrverandi ráðherra,sem landsdómur næði ekki til vegna fyrningarákvæða.Þorsteinn taldi þetta betri leið en að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi.Ég er sammála þessu. Það er alveg út í hött að ákæra aðeins ráðherra sem voru við völd 2007-2008 en sleppa þeim sem voru við völd áður og bera jafnvel meiri ábyrgð á hruninu.Vítur eru þess vegna góð leið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.