Ingibjörg Sólrún segist ekki hafa haldið upplýsingum frá Björgvin G.Sigurðssyni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverndi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar  ritar öllum alþingismönnum bréf í gær vegna ákæru á hendur henni,sem meirihluti þingmannanefndarinnar stendur að.Í bréfinu skýrir hún sitt mál og  m.a. segir hún,að hún hafi ekki haldið upplýsingum frá Björgvin G.Sigurðssyni, heldur hafi hún þvert á móti miðlað upplýsingum til hans.Hún víkur sérstaklega að þeirri fullyrðingu  fulltrúa Samfylkingarinnar í  þingmannanefndinni þess efnis,að hún hafi ákveðið að Björgvin G.Sigurðsson viðskiptaráðherra skyldi ekki mæta á fundi með Davíð Oddssyni Seðlabankastjóra um þjóðnýtingu Glitnis.Hún kveður þetta alrangt.Hún hafi enga slíka ákvörðun tekið. Hún hafi þá verið að fara í heilauppskurð í New York og hafi beðið staðgengil sinn Össur Skarphéðinsson að mæta fyrir sig en hafi engin áhrif haft á það,að viðskiptaráðherra var ekki boðaður. Þannig var einnig um fleiri fundi. Ingibjörg Sólrún spyr  hvaðan fulltrúum Samfylkingar í þingmannanefndinni komi vitneska um að hún hafi komið í veg fyrir,að Björgvin G.Sigurðsson hafi verið boðaður á umræddan fund.

Þetta bréf Ingibjargar Sólrúnar leiðir hugann að því hvort það sé allt misskilningur og byggt á röngum upplýsingum að Björgvin G.Sigurðsson var ekki boðaður á ýmsa fundi í tíð ríkisstjórnar Geirs H.Haarde. Vitað var,að Davíð Oddsson hafði horn í síðu Björgvins og það gæti skýrt hvers vegna Davíð boðaði ekki Björgvin á fundi.En það eru ekki vönduð vinnubrögð hjá fulltrúum Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni,ef þeir hafa gripið á lofti sögusagnir án þess að fá þær staðfestar.Ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum eru það alvarlegt mál,að ekki má byggja þær á sögusögnum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband