Össur: Nýting jarðhitaorku mundi valda byltingu

Nýting jarðhitaorku myndi stuðla að miklum framförum í mörgum þróunarríkjum, það er löngu tímabært að verja fé og veita sérfræðiþekkingu svo snauðar þjóðir geti nýtt þessa hreinu orkulind. Þetta var meðal þess sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði helst áherslu á í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann sagði Íslendinga reiðubúna að miðla þekkingu og reynslu í þessum efnum þannig að jarðhitaorka nýttist við uppbyggingu iðnaðar sem hefði enga losun gróðurhúsloftegunda í för með sér. Jarðhitaorka gæti til að mynda leyst orkuvanda þjóða í Austur-Afríku, en þær skorti nauðsynlegt fé til nýtingarinnar og þekkingu.

Utanríkisráðherra kom víða við í ræðu sinni; ræddi fjármálakreppuna, loftslagsbreytingar og mannréttindi. Þá benti hann á að Ísland væri níunda landið þar sem samkynhneigt fólk fengi löghelgaðan rétt til að ganga í hjónaband. Utanríkisráðherra hvatti önnur ríki til þess að afnema lög og reglur sem gerðu upp á milli þegna vegna kynferðis og kynhneigðar þeirra. Í ræðu sinni skoraði einnig utanríkisráðherra á Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans að þyrma lífi Sakineh Ashtiani, konu sem írönsk yfirvöld dæmdu til að verða grýtt til bana.(ruv.is)

Þetta var mjög athyglisverð ræða hjá utanríkisráðherra.Ráðherra sagði,að Íslendingar gætu miðlað þekkingu um jarðhita til þróunarlandanna og aðstoðað  þau við að nýta jarðhitann.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband