Ed Miliband nýr formaður Verkamannaflokksins breska

Ed Miliband var í dag kjörinn formaður breska Verkamannaflokksins. Segja má að sigurinn hafi vart getað verið tæpari því Ed hlaut 50,65% atkvæða en David bróðir hans hlaut 49.35% í lokaumferð kosninganna.

David óskaði bróður sínum strax til hamingju með sigurinn, eftir því sem fram kemur á vef Telegraph. Hann faðmaði hann innilega að sér. Stuðningsmenn Verkamannaflokksins vonast til að þetta marki upphafið að meiri einingu innan flokksins. (visir.is)

Miklar vonir eru bundnar við kosningu hins nýja formanns.Verkamannaflokkurinn hefur átt við mótlæti  að stríða undanfarið.Stuðningur Blair við innrásina í Írak olli flokknum miklu  fylgistapi en m,a. af þeim sökum fór Blair frá völdum. Brown eftirmaður hans varð aldrei eins vinsæll og Blair og að lokum hrökklaðist Brown einnig frá völdum í kjölfar ósigurs í síðustu þingkosningum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband