Rannsókn á einkavæðingu bankanna

Fimmtán þingmenn úr Samfylkingunni og VG standa að baki tillögu um að óháð rannsókn fari fram á einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands og tengdum málefnum. Til verksins verði fengnir sjálfstæðir aðilar sem hafi sömu heimildir til skýrslutöku og gagnaöflunar og rannsóknarnefnd Alþingis hafði. Ef nauðsyn krefur setur Alþingi lög til að tryggja aðgengi rannsóknarnefndar að nauðsynlegum gögnum og upplýsingum.

Samkvæmt tillögunni á forseti Alþingis að skipa skipa þriggja manna nefnd til að vinna rannsóknina og skila um hana skýrslu til Alþingis innan sex mánaða frá skipun nefndarinnar. Í rannsókninni verði meðal annars skoðuð ítarlega eftirfarandi atriði og leitast við að svara eftirfarandi spurningum, auk annarra atriða sem þarfnast úttektar:

Þegar þingmannanefnd Atla Gíslasonar skilaði þinginu skýrslu fyrr í mánuðinum náðist ekki samstaða um skipan slíkrar nefndar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýsti óánægju sinni með það í ræðu um skýrsluna og boðaði að hún sjálf myndi leggja til að slík rannsókn færi fram. (visir.is)

Það er vel til falliið að láta fara fram rannsókn á einkavæðingu bankanna. Sennilega er upphaf hrunsins að rekja til einkavæðingarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband