Sunnudagur, 26. september 2010
Fyrningarleiðin: Eru svikin fullkomnuð?
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra sagði í viðtali við fjölmiðil í gær,að nú yrði farið að semja frumvarp í ráðuneytinu um sjávarútvegsmálin,kvótakerfið.Samkvæmt því er ljóst,að hann ætlar að láta semja frumvarp um að afhenda kvótakóngunum kvótana til 15-25 ára eins og samningaleið sáttanefndarinnar kveður á um.Þetta eru efndir stjórnarflokkanna á loforðinu um að fara fyrningarleiðina og fyrna aflaheimildir á 20 árum.Efndir felast þá í því að festa kvótakerfið í sessi og láta kvótakóngana fá kvótana til langs tíma. Von var,að LÍÚ fengist aftur að samningaborðinu.Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar og fulltrúi í sáttanefndinni kvaðst ekki sátt við niðurstöðu nefndarinnar og taldi,að nú yrði ríkisstjórnin að taka við málinu og gera á því breytingsr.Jafnvel Guðbjartur Hannesson formaður sáttanefndarinnar gerði vissar athugasemdir.En ekkert bólar á því að ríkisstjórnin ætli að breyta tillögum sáttanefndarinnar þannig að þær samræmist kosningaloforðum stjórnarflokkanna.Enn er þó tími til stefnu, ef kjósendur eiga eitthvað að hafa að segja í málinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.